Tólspora kerfið
Tólspor er lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda betur utan um notkunarsögu og staðsetningu búnaðar sem samnýttur er á vinnustað. Kerfið býður upp á beina tengingu við mörg vinsælustu verkbeiðna-, kostnaðar- og tímaskráningarkerfi landsins. Má þar helst nefna beintengingu við DK Hugbúnað (dk Plus), Stólpa, Business Central / NAV o.fl.
Þrjú meginmarkið eru með kerfinu:
Minnka kostnað: með betri yfirsýn yfir notkun og endingu búnaðar
Auka tekjur: með möguleika á útleigu búnaðar og halda utan um dýnamískt verkfæragjald
Minnka sóun: með aukinni skilvirkni innan vinnustaðar